„Hvaða glæp höfðu þessi börn framið?“

Að minnsta kosti 25 börn eru meðal þeirra 72 sem létust í árásinni í skemmtigarðinum í Lahore í Pakistan í gær. „Hvaða glæp höfðu þessi börn framið?“ spyr almenningur í Pakistan en árásinni var beint gegn kristnum. Meðal fallinna er þó fólk af ýmsum trúarbrögðum enda garðurinn samkomustaður margra, óháð uppruna. Flestir þeirra sem létust voru múslímar enda eru þeir í meirihluta íbúa Lahore.

Meira en 300 manns eru særðir á sjúkrahúsum eftir árásina, margir alvarlega.

„Hvaða glæp höfðu þessi börn framið, hvort sem þau voru úr kristnum fjölskyldum eða fjölskyldum múslíma?“ spyr Muhammad Imtiaz, 32 ára, en hann missti mág sinn árásinni. Systur hans er enn saknað.

Jamaat-ul-Ahrar, samtök sem klufu sig frá talíbönum í Pakistan, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Samtökin sögðu hana hafa beinst gegn kristnum en þeir eru í miklum minnihluta í Pakistan, aðeins um 2% íbúanna.

Fréttir mbl.is: 

„Það voru lík út um allt“

Sprengjubrotin þeyttust út um allt

Minningarstund um fórnarlömb árásanna í gær.
Minningarstund um fórnarlömb árásanna í gær. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert