Skothvellir í bandaríska þinghúsinu

Sjúkrabílar og lögreglubílar við þinghúsið í dag.
Sjúkrabílar og lögreglubílar við þinghúsið í dag. AFP

Skotum var hleypt af í gestasal bandaríska þinghússins í Washington í kvöld. Starfsfólki í byggingunni var sagt að leita skjóls. Fólk sem var fyrir utan þinghúsið var einnig beðið að leita skjóls. 

Ný frétt: Byssumaður í haldi lögreglu

Í frétt BBC kemur fram að byssumaðurinn hafi verið handsamaður og að einn lögreglumaður hafi særst. CNN segir hins vegar að kona sem var gestur í þinghúsinu hafi særst er sprengjubrot fór í hana en enginn lögreglumaður hafi slasast. CNN segir að byssumaðurinn hafi verið skotinn og Reuters hefur eftir heimildum að hann hafi verið fluttur slasaður af vettvangi.

Þinghúsinu var lokað til að tryggja öryggi. Engum var hleypt út úr húsinu. Gestasalurinn er neðanjarðar, undir sjálfu þinghúsinu. 

Bandaríska þinghúsið.
Bandaríska þinghúsið. AFP

Öflug öryggisleit er ávallt við þinghúsið. Allir sem þangað fara inn þurfa að fara í gegnum málmleitartæki. Í frétt CNN kemur fram að maðurinn hafi reynt að komast í gegnum málmleitarhliðið en ekki tekist það. Hann hafi dregið upp byssu við hliðið og þá hafi lögreglumaður skotið hann.

Í frétt BBC er haft eftir lögreglunni í Washington að atvikið í þinghúsinu sé einangrað. 

Fáir þingmenn voru í þinghúsinu í dag.

Lögreglumaður við þinghúsið í dag.
Lögreglumaður við þinghúsið í dag. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert