Krefjast afsagnar Cameron

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, mætir á vorfund Íhaldsflokksins í dag.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, mætir á vorfund Íhaldsflokksins í dag. AFP

Allt að fimm þúsund mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan vorfund Íhaldsflokksins í London í dag til þess að krefjast afsagnar Davids Cameron, forsætisráðherra, vegna tengsla hans við aflandsfélag. Komu þeir á tímabili í veg fyrir að fundargestir kæmu inn eða út af hótelinu þar sem hundurinn er haldinn.

Upplýst var í vikunni að Cameron hafi hagnast á aflandsfélagi sem faðir hans rak um áratugaskeið. Félagið greiddi enga skatta á Bretlandi. Framan af hafði forsætisráðherrann þvertekið fyrir það að hafa hagnast á aflandsfélagi. Á fundi Íhaldsflokksins í morgun viðurkenndi Cameron að viðbrögð hans hefðu verið léleg við uppljóstrununum.

Mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan fundarstaðinn. Sumir þeirra hoppuðu á bílum í götunni, hentu gervipeningaseðlum og hrópuðu slagorð um skattaundanskot. Cameron sjálfur er þó talinn hafa verið farinn áður en mótmælendurnir mættu á svæðið.

Frétt The Independent

Mótmælendur krefjast afsagnar Cameron fyrir utan fund Íhaldsflokksins.
Mótmælendur krefjast afsagnar Cameron fyrir utan fund Íhaldsflokksins. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert