Fékk nóg af dýragarðinum og braust út

Cha Cha öskrar mann sem ætlaði að fanga hann.
Cha Cha öskrar mann sem ætlaði að fanga hann.

Stundum er bara nóg komið. Og simpansinn Cha Cha var í þeim sporum í síðustu viku og ákvað því að brjótast út úr dýragarðinum í Japan. Cha Cha hefur dvalið allt sitt líf í dýragörðum en hann er nú orðinn 24 og fannst tímabært að sjá hvað væri handan veggjarins. 

Enn er ekki ljóst hvernig hann braust út en eftir að hann var komið fyrir utan garðinn hófst æsileg eftirför. Cha Cha ætlaði svo sannarlega ekki að láta ná sér. Hann klifraði um rafmagnsvíra langt yfir ofan jörðu og lét ekki segjast þó að maður í körfu kranabíls nálgaðist hann. Cha Cha reiddist reyndar og bað þá sem ætluðu að fanga hann „vinsamlega“ að færa sig. Hann gerði það reyndar með því að öskra á þá. 

Cha Cha var á flótta á rafmagnslínunum í meira en klukkutíma. Þá tókst að skjóta ör í afturendann á honum sem deyfði hann. Cha Cha ætlaði ekki að sætta sig við þetta og dró örina úr handleggnum. En að lokum fór lyfið að hafa áhrif á hann. Hann fór hægar um vírana og féll loks í net.

Hér að neðan er myndband sem sýnir flóttann mikla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert