Flaugaskot hringir viðvörunarbjöllum

Eldflaugatilraunir Norður-Kóreumanna hafa verið tíðar upp á síðkastið.
Eldflaugatilraunir Norður-Kóreumanna hafa verið tíðar upp á síðkastið. AFP

Sameinuðu þjóðirnar segja eldflaugaskot N-Kóreu í dag hringja viðvörunarbjöllum og hvetja til stillingar. Eldflaugin hvar af ratsjá nokkrum sekúndum eftir að henni var skotið upp og er talið að hún hafi sprungið í flugtaki samkvæmt leyniþjónustu S-Kóreu.

Frétt mbl.is: Eldflaugaskot misheppnaðist á afmæli

Talsmaður Sameinuðu þjóðanna, Farhan Haq, sagði aðspurður um eldflaugaskot N-Kóreu: „Við erum meðvituð um nýjar skýrslur um aukna virkni Alþýðulýðveldisins Kóreu, sem hringir viðvörunarbjöllum. Enn og aftur biðlum við til Alþýðuveldisins Kóreu að sýna stillingu.“

Eldflaugaskotið var í tilefni afmælisdags Kim Il-Sung.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert