Sögðu sæðisgjafann vera snilling

Talið er að 36 konur í hið minnsta í þremur …
Talið er að 36 konur í hið minnsta í þremur löndum hafi orðið ófrískar með sæði frá manninum síðustu ár. AFP

Þrjár fjölskyldur hafa lagt fram kæru á hendur sæðisbanka og stjórnendum hans. Fólkið segist hafa fengið þær upplýsingar að sæðisgjafinn sem varð fyrir valinu væri snillingur en í ljós kom að hann glímdi við geðræn veikindi og var á sakaskrá.

Talið er að 36 konur í hið minnsta í þremur löndum hafi orðið ófrískar með sæði frá manninum síðustu ár. Konurnar eru búsettar í Bretlandi, Kanada og Bandaríkjunum. Fjölskyldurnar sem hafa höfðað mál eru allar frá Kanada.

„Þetta er hryllilegt,“ segir James Fireman, lögfræðingur fjölskyldnanna, í samtali við fjölmiðla. „Þessi pör leituðu eftir aðstoð við að stofna fjölskyldu og voru mjög varnarlaus, þau settu traust sitt á fyrirtækið og þetta gerist.“

Fjölskyldurnar segja að fyrirtækið hafi ekki greint rétt frá greindarvísitölu sæðisgjafans. Þá hafi komið fram að hann væri við góða heilsu og væri í doktorsnámi.

Í ljós kom að maðurinn er 39 ára og búsettur í Georgíu í Bandaríkjunum. Hann glímir meðal annars við geðhvarfasýki og þá hefur hann hlotið fangelsisdóm fyrir ýmsa glæpi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert