Tólf flóttamenn með páfa í Vatíkanið

Flóttafólkið, fjölskyldurnar þrjár, á leið um borð í flugvél páfa …
Flóttafólkið, fjölskyldurnar þrjár, á leið um borð í flugvél páfa sem mun flytja það til Vatíkansins. AFP

Frans páfi hefur tekið tólf sýrlenska flóttamenn með sér frá eyjunni til Lesbos og til Vatíkansins. Páfi var í stuttri heimsókn á grísku eyjunni í morgun þar sem hann ræddi við flóttamenn. Hann vildi taka einhverja þeirra með sér til baka og ákveðið var að tólf þeirra færu í það ferðalag, þrjár fjölskyldur, þar af sex börn. Allir eru þeir múslímar og höfðu misst heimili sín í stríðinu í Sýrlandi. Flóttafólkið fór um borð í sömu flugvél og páfinn og flaug honum því samferða til Vatíkansins.

Vatíkanið segir að með þessu hafi páfi viljað sýna velvilja sinn í verki en hann hefur sagt flóttamannavandann mestu hörmungar mannkyns frá síðari heimsstyrjöldinni. 

Þúsundir flóttamanna eru nú fastir á eyjunni Lesbos eftir að ESB og Tyrkland sömdu um að senda alla flóttamenn sem þangað koma aftur til Tyrklands. Markmið þessara aðgerða var að draga úr fjölda flóttamanna til meginlands Evrópu. Samkomulagið gengur enn fremur út á að í stað hvers þess flóttamanns sem Tyrkland tekur aftur við, verði tekinn annar flóttamaður beint frá Tyrklandi. Þetta hafa margir kallað hringlandahátt sem stofni lífi fólks í ennfrekari hættu.

Páfinn ræddi við flóttamenn á Lesbos í morgun. „Þið eruð ekki ein... ekki missa vonina,“ sagði hann m.a. 

Vatíkanið hefur lagt ríka áherslu á að heimsókn páfa til Lesbos sé aðeins mannúðarlegs eðlis, ekki pólitísk. Hann sé ekki með henni að gagnrýna samkomulag Tyrkja og ESB.

Páfinn í landgangi flugvélarinnar sem flytur hann og flóttamennina til …
Páfinn í landgangi flugvélarinnar sem flytur hann og flóttamennina til Vatíkansins. AFP
Flóttamennirnir tólf sem fá nú skjól í Vatíkaninu. Þeir eru …
Flóttamennirnir tólf sem fá nú skjól í Vatíkaninu. Þeir eru allir múslímar og hafa misst heimili sín í stríðinu í Sýrlandi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert