Hægrimenn sigra í 1. umferð forsetakosninga

Norbert Hofer greiðir atkvæði fyrr í dag.
Norbert Hofer greiðir atkvæði fyrr í dag. AFP

Norbert Hofer, frambjóðandi öfgahægriflokksins Frelsisflokksins (FPOe), var ótvíræður sigurvegari fyrri umferðar forsetakosninga í Austurríki í dag með rúmlega 35% atkvæða samkvæmt spám.

FPOe, flokkur hins heitna SS-dýrkanda Joerg Haider, boðar eindregna afstöðu gegn innflytjendum en stjórnmálaskýrandinn Peter Hajek segir AFP fréttastofunni að „líkt og annars staðar í Evrópu erum við að sjá endalok hinna hefðbundnu flokka.“

Austurríki hefur verið stjórnað samfleytt af öðrum eða báðum núverandi stjórnarflokkum síðan 1945, sósíaldemókrötum (SPOe) og hægri-miðju flokksins Flokki fólksins (OeVP). Fylgi þeirra hefur dalað stöðugt síðustu ár og biðu frambjóðendur þeirra afhroð og verða ekki í kjöri í seinni umferð kosninganna.

Líklegir keppinautar Hofers í seinni umferðinni verða Alexander van der Bellen, studdur af Græningjum, sem hlaut 21,3% atkvæða og óháði frambjóðandinn Irmgard Griss fékk 18,7%. Hún er fyrrverandi hæstaréttardómari sem yrði fyrsta kona í embætti forseta Austurríkis yrði hún kjörin.

Úrslit kosninganna eru að talsverðu leyti rakin til óánægju almennings með stjórnvöld í Vín og viðlíka ástand hefur tryggt jaðarflokkum eins og Frelsisflokknum stóraukið fylgi víðast hvar í Evrópu. Atvinnuleysi hefur aukist í Austurríki og stjórnarflokkarnir hafa deilt sín á milli um kerfisumbætur. Pólitísk deiluefni eru sögð hafa einkennt kosningabaráttuna nú að í mun meiri mæli en áður, þegar baráttan snerist fyrst og fremst um persónu frambjóðenda.

Forsetaembættið sofandi risi

Forsetar Austurríkis hafa allir notið stuðnings annars af núverandi stjórnarflokkum og hefur því tiltölulega lítið farið fyrir embættinu. Völd þess eru þó mikil í stjórnskipan landsins og ljóst að breytingin mun verða mikil í stjórnmálalífin Vínarborgar hver frambjóðendanna sem hlýtur að lokum kjör í seinni umferðinni.

„Hlutverk forsetans er líkt sofandi risa sem hefur mun meiri völd en fólk gerir sér grein fyrir,“ sagði lögfræðingurinn Manfried Welan við AFP um embættið.

Norbert Hofer er sagður n.k. „vingjarnlega hlið FPOe“, en hann er vanur að ganga um með Glock skammbyssu sína á almannafæri og hefur hótað því að reka ríkisstjórnina nái hann kjöri ef hún tekur ekki upp nýja og harðari stefnu gagnvart flóttafólki.

Van der Bellen, sem er sagður líklegastur til þess þess að veita Hofer harða samkeppni, hefur sent Frelsisflokki hans tóninn og segist ekki munu sverja í embætti leiðtoga hans, Heinz-Christian Strache, fari svo að hann nái tæki sæti í ríkisstjórn eftir þingkosningar 2018.

Alexander Van der Bellen, frambjóðandi Græningja.
Alexander Van der Bellen, frambjóðandi Græningja. AFP
Irmgard Griss
Irmgard Griss AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert