Abdeslam álíka gáfaður og öskubakki

Frank Berton segir umbjóðanda sinn vilja vera samvinnuþýður við yfirvöld.
Frank Berton segir umbjóðanda sinn vilja vera samvinnuþýður við yfirvöld. MATTHIEU ALEXANDRE

Sven Mary, fyrrverandi lögfræðingur Salah Abdeslam, segir fyrrverandi skjólstæðing sinn vera álíka gáfaðan og öskubakka. Hann hafi aldrei lesið Kórarinn og lifi lífi sínu líkt og hann sé staddur í tölvuleiknum Grand Theft Auto.

Abdeslam var framseldur til Frakklands í dag. Hann er grunaður um að hafa tekið þátt í hryðjuverkaárásunum í París í nóvember á síðasta ári og hefur verið í haldi í Belgíu eftir að hann var handtekinn í Brussel í síðasta mánuði.

Franski lögfræðingurinn Frank Berton mun gæta hagsmuna Abdeslam í Frakklandi. Hann segist skjólstæðing sinn vera ungan mann sem sé að brotna saman og vilji gjarnan vera samvinnuþýður við yfirvöld.

Fyrrverandi lögfræðingur Abdeslam segir starfið hafa verið krefjandi. Hann hafi verið undir miklu álagi og fólk hafi bæði veist að honum með orðum og líkamlegu ofbeldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert