Stúlka ferðaðist miðalaus með flugvél

Pétursborg
Pétursborg Wikipedia

Ellefu ára skólastúlku tókst að ferðast með farþegaflugvél frá Moskvu, höfuðborg Rússlands, til Pétursborgar í sama landi með því að læðast um borð í flugvélina samhliða öðrum farþegum. Hún hafði engin skilríki meðferðir eða flugmiða.

Hvergi var gert athugasemd við för hennar um öryggiseftirlitið á fligvellinum. Heimildarmaður AFP segir stúlkuna hafa komist í gegnum öryggiseftirlitið með því að þykjast vera hluti af hópi fullorðinna einstaklinga og barna. Hún settist síðan í laust sæti en flugfreyja áttaði sig á hinu rétta í málinu skömmu eftir að flugvélin fór í loftið.

Flugfélagið Rossiya, sem á farþegaflugvélina, sagði flugvöllinn í Moskvu bera ábyrgð á málinu. Engu að síður yrði rannsókn gerð á því hvað hafi klikkað hjá flugfélaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert