Transkona þarf ekki að fara í herinn

Hermenn fylgjast með æfingu í Þýskalandi.
Hermenn fylgjast með æfingu í Þýskalandi. AFP

Dómstóll í Bretlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að transkona sem búið hefur í Bretlandi í rúmlega tíu ár verði ekki send til heimalands síns, Singapúr, til að sinna herskyldu. Hún hefur lifað sem kona, opinberlega, í tíu ár.

Allajafna þurfa konur og transkonur ekki að starfa fyrir herinn í Singapúr en þar sem transkonan lauk ekki kynleiðréttingarferlinu var gerð krafa um að hún sneri aftur til heimalandsins til að sinna herskyldu næstu átta árin.

Transkonan flutti til Bretlands frá Singapúr í september árið 2004 og hóf nám í landinu. Hún sinnti herskyldu í heimalandi sínu frá  desember 2001 til júní 2004 og sagði meðal annars fyrir dómi að sér hefði þótt óþægilegt að starfa með karlmönnum.

Guardian greinir frá

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert