27 féllu í loftárás á sjúkrahús

Sýrlenskur drengur grætur við lík ættingja síns sem féll í …
Sýrlenskur drengur grætur við lík ættingja síns sem féll í loftárás í Aleppo í gær. AFP

27 létust í loftárás á sjúkrahús í sýrlensku borginni Aleppo í gær. Sjónarvottar segja að flugskeyti úr orrustuflugvél hafi hafnað á sjúkrahúsinu. Ekki er vitað hvers lensk vélin er.

Í frétt CNN um málið segir að þrjú börn og þrír læknar hafi farist í árásinni sem átti sér stað í hverfi borgarinnar sem er undir yfirráðum uppreisnarmanna.

Einnig létust tveir öryggisverðir í árásinni, að því er mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights segja. 

Harðir bardagar hafa geisað í Aleppo undanfarin misseri. Borgin hefur ýmist verið á valdi uppreisnarmanna eða Sýrlandshers. Herinn hefur ítrekað gert áhlaup á borgina, sem og fleiri svæði, með stuðningi rússnesks herafla. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert