Ætla aldrei aftur til Taílands

Árásin náðist á myndband.
Árásin náðist á myndband. Skjáskot/Telegraph

Bresk hjón á sjötugsaldri og rúmlega fertugur sonur þeirra ætla aldrei aftur til Taílands. Fjölskyldan varð fyrir hrottalegri árás þegar þau voru á leiðinni á hótelið þar sem þau dvöldu eftir notalegt kvöld saman.

Myndskeið er til af árásinni en í fyrstu var ákveðið að sýna fjölskyldunni það ekki þar sem það þótti of ofbeldisfullt. Síðar var ákveðið að gera það opinbert í von um að finna árásarmennina. Fjórir Taílendingar hafa verið handteknir og kærðir vegna árásarinnar.

Á myndskeiðinu má sjá árásarmennina kýla og sparka í hjónin og son þeirra. Þeir láta ekki staðar nema eftir að fólkið fellur í jörðina heldur halda áfram að sparkað í það. Rosemary Owen, 65 ára, reynir að standa upp en þá er sparkað í kjálka hennar.

„Við vorum öll rænulaus. Mamma vissi ekki að sparkað hefði verið í andlit hennar. Ég vissi ekki að það hefði verið stappað á höfðinu mínu,“ segir sonur hjónanna Rosemary og Lewis Owen. Hann segir árásina hafa verið mjög óvænta. Ekkert þeirra hafi verið undir áhrifum áfengis.

Mennirnir sem eru í haldi vegna málsins hafa beðið fjölskylduna afsökunar vegna málsins og segja að þeir hefðu aldrei ráðist á þau ef þeir hefðu ekki verið undir áhrifum áfengis.

Hjónin hafa reglulega sótt Taíland heim síðustu áratugina en ætla nú að láta staðar numið.

Telegraph fjallar um málið og birtir myndskeiðið. Varað er við því að það geti vakið óhug. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert