Fjórtán ára hurfu sporlaust

Drengirnir hurfu sporlaust í júlí á síðast ári
Drengirnir hurfu sporlaust í júlí á síðast ári Skjáskot af Youtube

Fjölskyldur tveggja unglingsdrengja sem hurfu sporlaust þegar þeir voru í veiðiferð skammt frá strönd Flórídaríkis í Bandaríkjunum á síðasta ári telja nú að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað á bátnum en rannsókn málsins hefur nú staðið yfir í fleiri mánuði.

Þeir Perry Cohen og Austin Stephanos voru báðir fjórtán ára þegar þeir hurfu í júlí 2015. Báturinn þeirra fannst við strendur Bermúda í síðasta mánuði og mátti þar finna iPhone síma og veiðibox.

Síminn var mikið skemmdur en hann er nú þungamiðja lagadeilu milli foreldra drengjanna. Pamela Jill Cohen, móðir Perry, hefur lögsótt foreldra Austin og krafist þess að þau afhendi símann til rannsakenda.

Síminn var í eigu Austin en þar sem sími Perry hafði bilað um borð ákváðu drengirnir að deila síma Austin og þar að leiðandi hefur móðir Perry áhuga á gögnunum í símanum.

Í 128 síðna rannsóknarskýrslu um málið kemur fram að alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hafi komið að rannsókninni síðan í september. Þar segir jafnframt að í desember hafi rannsakendur óskað eftir símagögnum í tengslum við „opinbera rannsókn á grun um glæp“.

Aðild FBI að málinu hófst eins og fyrr segir í september, þegar að stjúpfaðir Austin, Nick Korniloff, hafði samband og sagði að drengjunum hafi verið rænt.

Í skýrslunni segir jafnframt að minnsta kosti tveir vinir Austin hafi fengið frá honum Snapchat skilaboð í kringum 24. júlí þar sem hann segir einfaldlega „we‘re f‘d“ eða „við erum í djúpum“. Rannsakendur lögðu þó áherslu á að hvorugur vinur Austin hefði getað staðfest að skilaboðin hefðu komið 24. júli, daginn sem drengirnir hurfu.

Að sögn lögfræðings Pamela Cohen er það augljóst af myndum af bátnum að einhver hafi átt við hann. Á myndunum má sjá hvernig búið er að slökkva á vélog rafgeymi bátsins en þau voru bæði á stað á bátnum sem erfitt var að komast að.

Í tilkynningu frá foreldrum Austin segir að þau séu nú að vinna með Apple til þess að ná gögnum af síma sonar þeirra. Var því lofað að öllum gögnum yrði deilt með Cohen fjölskyldunni og rannsakendum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert