Hafa fundið ellefu lík

Björgunarmenn á vettvangi. Þyrlan hrapaði eftir að spaðinn losnaði af …
Björgunarmenn á vettvangi. Þyrlan hrapaði eftir að spaðinn losnaði af henni. AFP

Lík ellefu manna hafa fundist í námunda við flak þyrlunnar sem hrapaði vestan við Bergen í Noregi í morgun. Þrettán voru um borð. Sjónarvottar segja að spaðar þyrlunnar hafi losnað af og hún svo hrapað beint til jarðar þar sem hún sprakk með miklum hvelli. Margir urðu vitni af hrapinu.

Ellefu Norðmenn voru um borð, einn Breti og einn Ítali.

Þyrlan var frá fyrirtækinu CHC Helikopter en á vegum Statoil. Allar þyrlu fyrirtækisins hafa nú verið kyrrsettar.

Frétt mbl.is: Þyrla hrapaði í Noregi

Í frétt Aftenposten segir að lík hafi fundist í námunda við þyrluna. Björgunarmenn á staðnum segjast enn ekki vera búnir að gefa upp von að finnast einhverja á lífi.

Kafarar eru m.a. að leita í sjónum í nágrenninu þar sem þyrlan fórst. Flakið sjálft liggur nú á 6-7 metra dýpi en þyrluspaðinn fannst á landi. Þyrlan hrapaði á lítinn hólma í sjónum.

Þyrlan var á leið með starfsmenn Statoil frá borpalli í Norðursjó er slysið varð. Hún hrapaði við ströndina í Hordalandi um kl. 10 í morgun að íslenskum tíma. 

Undarlegt hljóð og hár hvellur

Laila Vindenes, sem varð vitni að slysinu, segir í samtali við sænska Aftonbladet, segir að flak vélarinnar hafi farið í marga parta og dreifst um jörðina, baðað eldi.

„Við heyrðum skrítið hljóð frá þyrlunni og svo háværan hvell,“ segir hún. Samstundis fór hún ásamt öðrum manni í borð um bát og sigldi að slysstaðnum til að bjóða fram hjálp. 

„Við sáum fullt af braki á milli lítillar eyju og lands og það var mikill eldur,“ segir hún. Hún segir ekki augljóst hvort að þyrlan hrapaði í sjóinn eða á hólma. „Það er allt fullt af braki.“

Stærstur hluti flaksins er sagður liggja á nokkru dýpi skammt undan landi.

Mikill reykur myndaðist eftir að þyrlan sprakk við hrapið.
Mikill reykur myndaðist eftir að þyrlan sprakk við hrapið. Skjáskot/Aftenposten
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert