Hafði aldrei heyrt um smokka

Skortur á kynfræðslu gerir það að verkum að fólk, þá …
Skortur á kynfræðslu gerir það að verkum að fólk, þá sérstaklega konur, gefa kynsjúkdómum lítinn gaum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP

Hann ólst upp í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Hann heyrði aldrei orðið smokkur og vissi ekki hvað það var. Eftir að hann flutti til Suður-Kóreu sá hann unglingsstúlkur læra að nota smokka í kennslustundum í skólanum og var verulega brugðið. Enda var hann síður en svo vanur þessu.

Þetta segir Ji-Min Kang en umfjöllun hans er birt á vef Guardian.

„Fólk stundar auðvitað kynlíf, giftist og fæðir börn í Norður-Kóreu,“ skrifar hann. Kynfræðsla er aftur á móti ekki til staðar og skipulagðar barneignir enn síður. Erfitt er að finna smokka og ekki er í boði að fara í ófrjósemisaðgerðir. Þá mega íbúar landsins ekki horfa á klám.

Skortur á kynfræðslu gerir það að verkum að fólk, þá sérstaklega konur, gefa kynsjúkdómum lítinn gaum. Að smitast af kynsjúkdómi er afar niðurlægjandi, skrifar Kang og þjáist fólk frekar í hljóði en að leita sér læknishjálpar.

Þá eru ótímabærar þunganir önnur afleiðing skorts á upplýsingum og því gangast margar konur undir ólöglegar og óöruggar fóstureyðingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert