Ráðist á spítalann fyrir röð mistaka

Joseph L. Votel segir röð mistaka hafa valdið því að …
Joseph L. Votel segir röð mistaka hafa valdið því að árás var gerð á spítalann. SGT. 1ST CLASS CLYDELL KINCHEN

Árásir bandarískra hersveita á sjúkrahús samtakanna Lækna án Landamæra í borginni Kunduz í Afganistan í fyrra, urði vegna röð mistaka og þeim verður refsað fyrir, en þær gerðust ekki sekar um stríðsglæp.

AFP fréttastofan hefur eftir hershöfðingjanum Joseph Votel yfirmanni sveitanna að sprengjusveitin hefði lagt a stað fyrr en til stóð og verið þá án lista yfir þau svæði sem ekki mátti gera árásir á. Hún hefði síðan fyrir mistök varpað sprengjum á slysavarðstofuna í Kunduz.

12 af þeim sem að árásinni komu, bæði flugsveitin og eins þeir sem stýrðu málum á jörðu niðri, hafa verið leystir frá störfum eða lækkaðir í tign og fjórir til viðbótar hlutu ávítur.

„Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að vissir starfsmenn hefðu ekki farið eftir reglum um vopnuð átök,“ sagði Votel. 42 fórust í árásinni sem gerð var á spítalann í október í fyrra. „Rannsóknin sýndi fram á að atvikið hafi orðið fyrir sambland mannlegra mistaka og bilana í búnaði og að enginn sem tók þátt í árásinni hafi vitað að skotmark þeirra var spítali.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert