Skilaði bókinni 67 árum síðar

Bókin heitir Myths and Legends of Maoriland og er eftir …
Bókin heitir Myths and Legends of Maoriland og er eftir rithöfundinn AW Reed.

Árið 1948 fékk stúlka lánaða bók á bókasafni í Auckland á Nýja-Sjálandi. Hún skilaði bókinni í gær, 67 árum síðar og vildi vita hversu háa sekt hún fengi eftir að hafa verið með bókina rúmlega 24.600 dögum lengur en leyfilegt er.

Bókin heitir Myths and Legends of Maoriland og er eftir rithöfundinn AW Reed. Bókasafnsvörðurinn Zoe Cornelius sagði í samtali við Guardian að konan hefði lengi ætlað sér að skila bókinni.

„Hún virtist vera dálítið skömmustuleg en ég var ánægð af því að hún sagðist hafa lesið og notið bókarinnar oft síðustu áratugina og það gladdi mig, að bókin hefði verið á góðu heimili,“ sagði Cornelius.

Þrjú eintök eru til af bókinni á safninu en ekki er heimilt að fara með þær af safninu. Verið er að kanna ástand bókarinnar sem konan skilaði loksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert