Beinabrennan mikla verður í dag

Forseti Kenía mun í dag kveikja í stærsta safni fíla­beins sem brennt hef­ur verið. Kveikt verður í 105 tonn­um af fílabeini úr 8.000 fíl­um. 

Með þessu vill forsetinn sína vilja sinn í verki en hann hefur farið fram á algjört bann á sölu á fílabeini. Þegar talað er um fílabein er verið að meina risavaxnar skögultennur dýranna sem einhverjir telja enn, þrátt fyrir að annað hafi margoft verið sannað, hafi lækningarmátt. Markaður fyrir fílabein er mestu í Asíu. Tennurnar eru teknar af lifandi dýrum, oft helsærðum. Þær eru svo muldar niður og notaðar sem frygðarlyf.

Efnið sem sagt er bæta kynhvötina er það sama og finnst í fingurnöglum. Ítrekað hefur verið afsannað að efnið hafi þennan umrædda lækningarmátt. Það stöðvar þó ekki veiðiþjófa sem fanga dýrin, drepa þau eða helsæra, og saga af þeim tennurnar.

Í Afr­íku eru um 450-500 þúsund fíl­ar. Á hverju ári eru um 30 þúsund þeirra felld­ir vegna eft­ir­spurn­ar eft­ir fíla­beini á mörkuðum í Asíu. Skögultenn­ur þeirra selj­ast t.d. á um 1.000 doll­ara kílóið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert