Flóð kostaði fimm lífið

Bandaríska lögreglan lögreglubíll
Bandaríska lögreglan lögreglubíll AFP

Kona og fjögur barnabörn hennar létu lífið í gær í bænum Palestine í Texas-ríki í Bandaríkjunum eftir að mikil flóð hrifu þau með sér frá heimili þeirra. Samkvæmt frétt AFP jókst skyndilega mjög vatnsmagnið í læk skammt frá íbúabyggð í bænum.

Fram kemur í fréttinni að konan hafi verið 64 ára og börnin á aldrinum sex, sjó, átta og níu ára. Tilkynning barst lögreglunni skömmu eftir miðnætti og fundust líkin snemma í morgun. Rýma þurfti nokkur heimili á svæðinu vegna flóðanna að sögn lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert