Fundu mikið magn rómverskra peninga

Meðal þess sem þjófanir stálu voru rómverskir silfurpeningar.
Meðal þess sem þjófanir stálu voru rómverskir silfurpeningar.

Byggingaverkamenn í suðurhluta Spánar fundu fyrr í vikunni rúmlega 600 kíló af rómverskri bronsmynt sem geymd var í samtals 19 leirkrukkum sem grafnar höfðu verið í jörð. 

Fram kemur á fréttavefnum Thelocal.es að um talið sé að um gríðarlega mikilvægan fund sé að ræða. Sérfræðingar á fornminjasafni í borginni Sevilla. Ekki liggi fyrir hvert verðmæti fundarins sé en talið að hann sé allavega nokkurra milljón evra virði.

Myntin er frá því á síðari hluta þriðju aldar og fyrrihluta fjórðu aldar. Ástand myntarinnar er óvenju gott sem bendir til þess að hún hafi aldrei farið í umferð. Þá eru krukkurnar minni en þær sem mynt hefur fundist í til þessa sem þykir benda til þess að þær hafi verið sérhannaðar til þess að flytja peninga í. Hugsanlegt sé að um skattfé hafi verið að ræða eða laun hermanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert