Flaug þotu „óvarlega og ófagmannlega“

Bandarísk herþota af tegundinni F-22 á flugi yfir Eystrarsalti.
Bandarísk herþota af tegundinni F-22 á flugi yfir Eystrarsalti. AFP

Rússar segja að það hafi verið rétt ákvörðun að afhjúpa flugvél bandaríska flughersins sem þeir segja að hafi verið í njósnarferð yfir Eystrasalti á föstudag.

Í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, Pentagon, segir að rússneskur þotuflugmaður hefði látið „óvarlega og ófagmannlega“ þar sem hann sneri vélinni ítrekað og hafi flogið henni skrúflínulaga í kringum bandarísku þotuna. BBC greinir frá þessu.

Í yfirlýsingu frá rússneskum yfirvöldum kemur fram að flugmaður bandarísku þotunnar hefði slökkt á staðsetningarsendi vélarinnar.

Þetta er annað tilvikið í þessum mánuði þar sem Bandaríkjamenn ásaka Rússa um að fljúga vélum sínum yfir Eystrasaltinu af harðfylgi.

„Öllum rússneskum vélum er flogið í takt við alþjóðlegar reglur um notkun á lofthelgi,“ segir í yfirlýsingu frá rússneska varnarmálaráðuneytinu. „Bandaríski flugherinn hefur tvo möguleika: Annað hvort að fljúga ekki nálægt landamærum okkar eða að kveikja á staðsetningarsendi vélarinnar svo hægt sé að auðkenna hana.“

Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að bandarískur þoti reyni reglulega að nálgast rússnesk landamæri án þess að nota staðsetningarsendi. Á síðasta eina og hálfa árinu hafa Rússar verið ásakaðir fyrir að stunda slíkt hið saman yfir Eystrasaltslöndunum og nálægt landamærum Bretlands.

Ekki er ljóst hversu nálægt landamærum Rússlands atvikið í gær átti sér stað.

Daniel Hernandez, talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins, sagði í gær að ítrekuð tilvik hafi komið upp af þessu tagi þar sem rússneskar herþotur ógna öryggi flug- og sjóumferðar við Eystrasaltið.

„Bandaríska flugvélin var staðsett í alþjóðlegri lofthelgi og kom aldrei nálægt rússnesku yfirráðasvæði. Þessar óöruggu og ófagmannlegu aðgerðir Rússa gætu valdið alvarlegum afleiðingum fyrir áhöfn okkar og fleiri. Slíkar afleiðingar geta skapað ónauðsynlega spennu milli ríkjanna tveggja,“ sagði Hernandez.

Hernaðarsamband Rússa og Bandaríkjanna hefur verið sífellt meira í eldlínunni síðastliðin tvö ár, frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert