Sér eftir að hafa minnst á Hitler

Ken Livingstone.
Ken Livingstone. AFP

Ken Livingstone, fyrrverandi borgarstjóri Lundúna, segist sjá eftir því að hafa minnst á Adolf Hitler í rökræðum flokksmanna Verkamannaflokksins um gyðingahatur. Honum var vikið tímabundið úr Verkamannaflokknum vegna ummæla sinna.

Um­mæl­in lét Li­ving­st­one falla í viðtali við BBC London, þar sem hann kom þing­mann­in­um Naz Shah til varn­ar, en síðar­nefnda var vikið tíma­bundið úr flokkn­um eft­ir að hann „studdi“ Face­book-færslu þar sem lagt var til að Ísra­els­mönn­um yrði vísað úr landi. Hélt Livingstone því fram í viðtalinu að Hitler hefði stutt síon­isma, „áður en hann varð brjálaður og myrti 6 millj­ón gyðinga“.

Livingstone hefur hins vegar ekki beðist afsökunar enda sagði hann í útvarpsviðtali í morgun að hann teldi það sem hann sagði vera rétt. „Hvernig get ég séð eftir því að segja sannleikann?“ sagði Livingstone m.a. í viðtalinu í dag við LBC útvarpsstöðina. Hann segist eingöngu hafa verið að segja frá staðreyndum sem forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahum, hefði sagt tveimur dögum fyrr.

Þáttastjórnandinn reyndi að ýta á Livingstone að biðjast afsökunar en það vildi hann ekki gera.

„Ef ég hefði vitað um þessi viðbrögðum, hefði ég ekki minnst á Hitler,“ sagði Livingstone loksins. 

Frétt Sky um málið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert