Fyrsta bandaríska skemmtiferðasiglingin til Kúbu í hálfa öld

Skipið kemur til hafnar í Havana í fyrramálið.
Skipið kemur til hafnar í Havana í fyrramálið. ADALBERTO ROQUE

Fyrsta bandaríska skemmtiferðaskipið til að sigla til Kúbu í hálfa öld, lagði úr höfn í Miami í dag. Sigling skipsins er enn einn liðurinn í því að blása lífi í  diplómatísk samskiptum ríkjanna.

Skemmtilferðaskipið Adonia lyfti akkeri og sigldi úr höfn um fjögur síðdegis að staðartíma, með um 700 farþega innanborðs og er gert ráð fyrir að skipið komi til hafnar í Havana í fyrramálið.

„Að taka þátt í að rita söguna og að skapa jafnvel enn bjartari framtíð fyrir alla, það er einn mesti heiður sem fyrirtæki getur hlotnast,“ hefur AFP-fréttastofan eftir Arnold Donald, forstjóra Carnival Corporation fyrirtækisins sem er með skemmtiferðasiglingarnar.

Ferðin er sú fyrsta sem skipið fer, en að sögn fyrirtækisins stendur til að bjóða upp á vikulanga siglingu til Kúbu tvisvar í mánuði og er ferðunum ætlað að auka menningartengsl ríkjanna í kjölfar þýðunnar sem nú ríkir milli bandarískra og kúbverskra stjórnvalda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert