Snigillinn handsamaður í Kólumbíu

Gerson Galvez, öðru nafni snigillinn, í vörslu kólumbísku lögreglunnar.
Gerson Galvez, öðru nafni snigillinn, í vörslu kólumbísku lögreglunnar. Ljósmynd/AFP

Kólumbísk yfirvöld framseldu í dag einn hættulegasta glæpamann og helsta eiturlyfjabarón Perú, Gerson Galvez sem gjarnan gengur undir nafninu „snigillinn“. Galvez var tekinn höndum í gær á veitingastað í borginni Medellin, sem er í vesturhluta Kólumbíu, en var fljótlega komið í hendur perúvískra yfirvalda vegna þeirrar hættu sem talin er af honum stafa.

Snigillinn sagði við blaðamenn að hann ætti rétt á að vera talinn saklaus uns sekt hans sannaðist. Hann hafði verið á flótta undan réttvísinni og var 150.000 bandaríkjadollurum, jafnvirði um 18,5 milljónum íslenskra króna, heitið þeim sem gæti gefið upplýsingar sem leitt gætu til handtöku hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert