Táragasi beitt á kröfugöngu í París

lögregla beitti táragasi á ungmenni með lambhúshettur og skíðagrímur hrópuðu: …
lögregla beitti táragasi á ungmenni með lambhúshettur og skíðagrímur hrópuðu: -Allir hata lögguna- á meðan þau köstuðu grjóti og flöskum í lögreglu. MIGUEL MEDINA

Til átaka kom milli lögreglu og þátttakenda í 1. maí kröfugöngu sem farinn var í París í dag. En verkalýðsfélög notuðu kröfugönguna til að mótmæla frumvarpi að nýrri vinnulöggjöf sem fer  til umræðu í þinginu á fimmtudag.

Gangan stöðvaðist um tíma þegar lögregla beitti táragasi á ungmenni við Place de la Nation torgið og var loftið mettað táragasi að sögn AFP-fréttastofunnar, þar sem ungmenni með lambhúshettur og skíðagrímur  hrópuðu: „Allir hata lögguna“ á meðan þau köstuðu grjóti og flöskum í lögreglu á staðnum.

Telur lögregla að um 17.000 manns hafi tekið þátt í kröfugöngunni í París í dag.

Mikil deilur hafa verið í Frakklandi sl. tvo mánuði vegna breytinga á vinnulöggjöfinni og nokkrir lögreglumenn slösuðust í mótmælum sem haldin voru víðsvegar í landinu sl. fimmtudag.

Vinnulöggjöfin, sem nú er til umræðu í þinginu, er ætlað að hvetja atvinnurekendur til að ráða til sín fleira fólk með því að gera þeim auðveldar um vik að segja upp fólki.

Segja stjórnvöld breytingarnar gerðar til að taka á langtíma atvinnuleysi, en andstæðingar frumvarpsins segja það gera atvinnurekendum kleift að ganga á snið við réttindi starfsmanna hvað varðar laun, hvíldartíma og yfirvinnugreiðslur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert