Velja Facebook fram yfir glæpi

Dönsk ungmenni hafa ekki tíma til að gera óskunda, þau …
Dönsk ungmenni hafa ekki tíma til að gera óskunda, þau eru alltaf á netinu. Árni Sæberg

Verulega hefur dregið úr því að dönsk börn og unglingar verji frítíma sínum í verslunarmiðstöðvum og þá slæpast þau einnig minna um götur og torg en áður var. Lunginn af frítíma þeirra fer í Facebook og aðra samfélagsmiðla og það gæti verið ein af skýringunum á að glæpatíðni meðal danskra ungmenna hefur ekki verið minni í áraraðir.

Um þetta er fjallað í danska dagblaðinu Politiken og þar segir m.a. að glæpir ungmenna hafi ekki verið færri í níu ár og mælist nú í sögulegu lágmarki.

Í fyrra höfðu 0,9% Dana á aldrinum 10 til 17 ýmist verið handteknir eða voru grunaðir um glæpsamlegt athæfi. Það var meira en helmingi lægra hlutfall en árið 2006.

„Ungmenni hittast sjaldnar á götunum og oftar í netheimum,“ er þar haft eftir Brittu Kyvsgaard sem hefur rannsakað glæpatíðni ungmenna. „Þar sem stór hluti glæpa ungmenna eru framdir með öðrum ungmennum úti á götu, þá er það ljóst að þeim fækkar þegar þessi helsti áhættuþáttur minnkar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert