1,8 milljónir hvetja Maduro til að segja af sér

Forsetinn Nicolas Maduro nýtur ekki mikilla vinsælda í Venesúela um …
Forsetinn Nicolas Maduro nýtur ekki mikilla vinsælda í Venesúela um þessar mundir. JUAN BARRETO

Stjórnarandstaðan í Venesúela afhentu yfirkjörstjórn í dag 1,85 milljónir undirskrifta þar sem yfirvöld eru hvött til þess að kalla til þjóðaratkvæðagreiðslu um að Nicolas Maduro, forseti landsins, verði gert að segja af sér embætti.

Jesus Torrealba, sem fer fyrir hringborðssamtökum um lýðræðiseiningu (MUD) sagði í Twitter skilaboðum að skipuleggendur undirskriftasöfnuninnar hefðu afhent rúmlega 80 kassa af undirskriftum til yfirkjörstjórnar og að það væri fyrsta skrefið í ferli til að fjarlægja Maduro, sem nýtur lítilla vinsælda í heimalandinu, úr embætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert