Nöfn þeirra sem fórust í Noregi birt

Lögreglu- og björgunarstarfsmenn á slysstaðnum.
Lögreglu- og björgunarstarfsmenn á slysstaðnum. AFP

Norska lögreglan hefur birt nöfn allra þeirra þrettán einstaklinga sem fórust í þyrluslysinu í landinu á föstudaginn.

Sjö nafnanna voru birt í morgun en núna hafa þau öll verið gerð opinber.

Ein kona var á meðal þeirra sem fórust og var hún 32 ára frá Bergen. Hún hét Silje Ye Rim Veivåg Krogsæther, að því er kom fram á vefsíðu Aftenposten.

Mennirnir tólf sem fórust voru á bilinu 35 til 60 ára og voru fimm þeirra einnig búsettir í Bergen.

Einn Breti var á meðal hinna látnu. Hann hét Ian Stuart og var 41 árs. Ítalski flugmaðurinn sem fórst í slysinu hét Michele Vimercati og var  44 ára.

Einn maður sem fórst var flóttamaður frá Íran og hafði búið í Noregi í 30 ár.

Ekkert neyðarkall barst frá þyrlunni þegar hún hrapaði við Turey í Hörðalandi. Þá bárust ekki skilaboð sem bentu til þess að eitthvað virkaði ekki sem skyldi.

Nöfn þeirra sem fórust í þyrluslysinu hafa verið birt opinberlega.
Nöfn þeirra sem fórust í þyrluslysinu hafa verið birt opinberlega. Skjáskot/Aftenposten
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert