Assad vinnur með Ríki íslams

Sýrlensku stjórnarhermaður heldur á fána Ríkis íslams.
Sýrlensku stjórnarhermaður heldur á fána Ríkis íslams. AFP

Gögn frá Ríki íslams sem var lekið sýna að hryðjuverkasamtökin hafa átt í samstarfi við ríkisstjórn Bashars al-Assad forseta á vígvellinum. Sky-fréttastofan fullyrðir þetta og segir gögnin sýna að samtökin hafi þjálfað erlenda vígamenn til að ráðast á vesturlönd lengur en  leyniþjónustur þeirra hafa talið.

Í frétt Sky News kemur fram að samkvæmt skjölum sem fréttastofan hefur undir höndum hafi Ríkis íslams og sýrlenska stjórnin meðal annars samið um að samtökin drægju vopn sín frá borginni Palmyra, komið því þannig fyrir að liðsmenn samtakanna yfirgæfu svæði áður en stjórnarherinn lét til skarar skríða og samið um skipti á olíu og áburði.

Þetta séu beinar sannanir fyrir samstarfi sýrlenskra stjórnvalda og forsvarsmanna hryðjuverkasamtakanna. Sky segir þó ómögulegt að sannreyna það sem kemur fram í skjölunum. Lekar á öðrum skjölum hafi þó reynst raunverulegir. 

Liðhlaupar úr Ríki íslams fullyrða við Sky News að samstarfið nái mörg ár aftur í tímann.

Þjálfun vígamanna tilverugrundvöllurinn

Skjölin eru einnig sögð sýna að Ríki íslams hafi þjálfað vígamenn til hryðjuverkaárása á erlendri grundu um árabil og mun lengur en vestrænar leyniþjónustur hafa talið. Sú þjálfun hafi í raun verið grundvöllur samtakanna frá upphafi. Aðgerðin hafi borið nafnið „Brjótum herkvína“

Í skjölunum er að finna skipanir til sellna hryðjuverkamanna frá því í nóvember árið 2014 um að þeir skipti sér upp í fjögurra manna teymi. Þeir voru sendir til að láta til skarar skríða í „löndum heiðingja“.

Liðhlaupi Ríkis íslams segir Sky News að Evrópa sé skotmark aðgerðarinnar.

Frétt Sky News

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert