Ungur aðdáandi Messi flýr land

Murtaza Ahmadi í treyjunni sem hann fékk frá Messi.
Murtaza Ahmadi í treyjunni sem hann fékk frá Messi. mynd/UNICEF

Afganski drengurinn Murtaza Ahmadi komst í heimsfréttirnar þegar besti knattspyrnumaður heims, Lionel Messi, sendi honum áritaða treyju í vetur. Nú segir faðir hans að fjölskyldan hafi flúið land til Pakistan vegna ítrekaðra hótana sem henni hefur borist.

Mynd af Ahmadi þar sem hann skartaði röndóttum plastpoka sem á var búið að letra nafn og númer Messi fyrir argentínska landsliðið fór sem eldur í sinu um netið fyrr á þessu árinu. Fjölskylda hans hafði ekki haft efni á að kaupa handa honum raunverulega knattspyrnutreyju.

Messi sendi drengnum því áritaða treyju og birti UNICEF í Afganistan í nýju treyjunni í febrúar.

Athyglin hefur hins vegar ekki verið Murtaza til góðs. Faðir hans segir við AP-fréttastofuna að fjölskyldan hafi neyðst til þess að flytja til Pakistan þar sem hún hafi fengið stanslausar hótanir í gegnum síma. Hún er nú sest að í borginni Quetta í von um betra líf.

Faðir drengsins segist óttast að syni sínum verði rænt eftir þá heimsathygli sem hann hlaut.

Fyrri fréttir mbl.is:

Flottur í treyju frá Messi

Sló í gegn í Messi-treyju úr plasti

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert