Ala dóttur sína upp í yfirgefnu húsi

Hún varð móðir þegar hún var fimmtán ára. Allt frá því hafa foreldrarnir, hún og kærasti hennar, tekist á við margar áskoranir er varða uppeldi Andreu, dóttur þeirra. Fjölskyldan býr í yfirgefinni byggingu í Rúmeníu.

„Hún er barn, en ég er það líka. Ég hefði átt að vera áfram í skólan en þetta er allt í lagi, hún er svo góð stúlka. Hún er mér svo mikilvæg, guð gaf mér undursamleg stúlku,“ segir móðir Andreu.

Töluvert er um að unglingsstúlkur eignist börn og hætti í skóla í kjölfarið. Ríkisstjórn landsins hefur verið hvött til að auka kynfræðslu í skólum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert