Harðasti bardaginn í rúmt ár

Maður gengur fram hjá eyðilögðum byggingum í Aleppo á mánudaginn.
Maður gengur fram hjá eyðilögðum byggingum í Aleppo á mánudaginn. AFP

Tugir manna eru sagðir hafa látið lífið í hörðum átökum milli uppreisnarmanna og stjórnarhersins í sýrlensku borginni Aleppo í dag og í nótt. Uppreisnarmenn herjuðu á svæði undir stjórn hersins í vesturhluta borgarinnar í nótt en þurftu að hörfa í morgun að sögn mannréttindasamtakanna Syrian Observatory for Human Rights. Um er að ræða harðasta bardagann í borginni í rúmt ár.

Bandaríkjamenn og Rússar vinna nú að því að koma vopnahléinu sem ríkir á öðrum svæðum í Sýrlandi á í Aleppo. Utanríkisráðherra Rússa, Sergei Lavrov, sagðist i gær búast við því að tekin yrði ákvörðun fljótlega og að þá myndi svæði vopnahlésins. Vopnahléið var sett á laugardaginn á svæðum í kringum Damaskus og í Latakia héraði.

Vopnahléið í höfuðborginni Damaskus rann út á miðnætti og í dag hefur verið tilkynnt um loftárásir og átök á jörðu niðri í Ghouta sem er undir stjórn uppreisnarmanna.

Tæplega 300 manns hafa látið lífið í hörðum átökum í Aleppo síðustu tvær vikurnar.

Í frétt BBC kemur fram að bandalag uppreisnarhópa undir nafninu „Fatha Halab“ hafi ráðist á víglínu stjórnarhersins í vesturhluta borgarinnar í gær með því að varpa þar sprengju. Þá tóku við harðir byssubardagar, loftárásir og sprengjuárásir í nótt og stóðu bardagarnir enn yfir snemma í morgun.

Uppreisnarmaður sem ræddi við fréttastofuna Reuters sagði að 40 stjórnarhermenn og tíu uppreisnarmenn hefðu látið lífið. Talsmaður hersins neitaði því þó að hermenn hefðu fallið í átökunum en sagði mögulegt að tugir almennra borgara og uppreisnarmanna hafi látið lífið.

Svona er ástandið í mörgum hverfum Aleppo.
Svona er ástandið í mörgum hverfum Aleppo. AFP
AFP
Frá Aleppo í gær.
Frá Aleppo í gær. AFP
Slökkviliðsmenn að störfum eftir að eldflaugar uppreisnarmanna höfnuðu á sjúkrahúsi …
Slökkviliðsmenn að störfum eftir að eldflaugar uppreisnarmanna höfnuðu á sjúkrahúsi í Aleppo í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert