Ólögmætur yfirdráttur fór í handtöskur

Stórum hluta fjárins eyddi konan í fokdýrar handtöskur. Myndin er …
Stórum hluta fjárins eyddi konan í fokdýrar handtöskur. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. AFP

Rúmlega tvítug kona er ákærð fyrir fjársvik í Ástralíu eftir að hún eyddi 3,4 milljónum dollara sem bankinn hennar lét hana óvart fá í ótakmarkaðan yfirdrátt á reikningi hennar. Konan er sögð hafa eytt stórum hluta fjárins í handtöskur og aðra munaðarvöru.

Ástralskir fjölmiðlar segja konuna vera 21 árs efnaverkfræðinema frá Malasíu. Hún hafi eytt fénu í leigu á lúxusíbúðum, handtöskur frá heimþekktum hönnuðum og aðra rándýra muni frá júlí 2014 til apríl 2015. Lögreglan handtók konuna þegar hún reyndi að yfirgefa land á miðvikudagskvöld.

Hún hefur nú verið ákærð fyrir að hafa haft ólögmætan fjárhagslegan ávinning með blekkingum og hafa vísvitandi ráðstafað illa fengnu fé. Henni hefur verið sleppt gegn tryggingu og máli hennar frestað til 21. júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert