Fréttamaður BBC handtekinn í Norður-Kóreu

Frá Pyongyang
Frá Pyongyang AFP

Fréttmaður BBC var handtekinn í Norður-Kóreu á föstudaginn og vísað síðan úr landi. Fréttamaðurinn Rupert Wingfield-Hayes var í Norður-Kóreu ásamt framleiðandanum Maria Byrne og myndatökumanninum Matthew Goddard. Þremenningarnir voru handteknir þegar þeir voru við það að yfirgefa landið.

Wingfield-Hayes var yfirheyrður í átta klukkustundir og látinn skrifa undir yfirlýsingu. Þremenningarnir hafa nú verið fluttir aftur á flugvöllinn.

Teymið frá BBC var í Norður-Kóreu ásamt nefnd friðarverðlaunahafa Nóbels í rannsóknarferð um landið. Fréttamaður BBC sem er enn í Pyongyang, Stephen Evans, sagði að stjórnvöld í landinu hefðu ekki verið sátt við fréttaflutning BBC um daglegt líf í höfuðborginni.

Frétt BBC.

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert