Kim Jong-un orðinn formaður flokksins

Kim Jong-Un leiðtogi Norður-Kóreu og nú formaður Verkamannaflokksins.
Kim Jong-Un leiðtogi Norður-Kóreu og nú formaður Verkamannaflokksins. AFP

Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un var í dag útnefndur formaður Verkamannaflokksins á flokksþingi sem hófst á föstudaginn. Forseti þingsins, Kim Yong-Nam, greindi frá þessu en erlendir fjölmiðlar hafa fengið að fylgjast með þinginu í dag en þetta er fyrsta flokksþing Verkamannaflokksins í 36 ár.

Kim ættin hefur ráðið ríkjum í landinu frá stofnun þess árið 1948. Útnefning hans sem formaður flokksins mun án efa styrkja vald hans í landinu en Jong-un hefur verið leiðtogi landsins síðan að faðir hans Kim Jong-Il lét lífið árið 2011.

Jong-Il hefur verið útnefndur „eilífðar formaður“ flokksins en faðir hans, Kim Il-Sung er „eilífðar forseti“ þjóðarinnar þrátt fyrir að hafa látist árið 1994.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert