Reyndi að koma Harry út í beinni

Jenna Bush Hager, dóttir George W. Bush fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, reyndi að koma Harry Bretaprins og systur sinni saman í beinni útsendingu á sjónvarspsstöðinni NBC nýlega. Sagði hún að systir hennar væri „á lausu“ ef hann vildi vera með henni.

Þátturinn var í tengslum við Invictus-leikana, íþróttaleika fyrir hreyfihamlaða fyrrverandi hermenn. 

Hager spurði prinsinn hvort honum þætti fyndið að fólk væri þegar farið að spyrja hann um möguleg afkvæmi hans, hvort það væri ekki of fljótt. „Ég hef ekki hugmynd,“ sagði prinsinn. „Ég á ekki einu sinni kærustu.“

Þá sagði Hager: „Veistu hvað, ég á einhleypa systur og hún er á sama báti. Hún er á lausu,“ sagði hún. Prinsinn hló og sagði að þau gætu hugsanlega rætt málin þegar þau væru ekki lengur í beinni útsendingu.

Eftir viðtalið hélt Hager áfram að grínast og sagðist hafa látið systur sína Barböru vita hvað hún ætlaði að gera í þættinum. Sagði hún að Barbara hefði skammast sín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert