Banna mögulega næturflug

Heathrow flugvöllur er einn stærsti flugvöllur heims.
Heathrow flugvöllur er einn stærsti flugvöllur heims.

Heathrow flugvöllur hefur nú tilkynnt áætlanir sínar um að banna næturflug á flugvellinum  en það er tilraun til þess að auka líkur á því að fengin verði  leyfi til að stækka hann.

Sem stendur eru engar reglur í gildi sem banna næturflug en þó er fjöldi flugferða takmarkaður við 5.800 brottfarir og lendingar á milli klukkan 23:30 og 6 á morgnanna.

Stjórn flugvallarins hefur óskað eftir því að fá að byggja þriðju flugbrautina á vellinum. Segjast þau ætla að fylgja öllum þeim ellefu skilyrðum sem flugvallayfirvöld hafa sett um byggingu flugbrauta, þar á meðal kröfur um loftgæði þar sem fram kemur að nýjar flugleiðir verði aðeins samþykktar ef loftgæðin fara ekki fyrir ákveðin mörk Evrópusambandsins.

Forstjóri flugvallarins, John Holland-Kaye sendi bréf til forsætisráðherra Breta þar sem hann sagði að stækkun flugvallarins myndi hafa góð áhrif á efnahag Bretlands.

Þó eru margir sem eru á móti stækkun flugvallarins og sagði John Stewart, formaður samtakanna HACAN, sem berjast gegn henni, að það gæti haft mikil áhrif á stöðu mála ef flugvöllurinn bannað næturflug.

„HACAN hefur lengi barist fyrir því að flugferðir verði bannaðar fyrir klukkan 6 á morgnanna en það hefur verið þannig í tugir ára. Tillögur Heathrow gætu opnað dyr sem hafa verið lokaðar í 25 ár,“ sagði Stewart.

Nýkjörinn borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, hefur sagt að hann sé að móti stækkunar Heathrow flugvallar. Sagði hann gáfulegra og ódýrara að stækka frekar Gatwick flugvöll.

Rúmar sex milljónir farþega fóru í gegnum Heathrow í síðasta mánuði.

Frétt Sky News.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert