Að öllum líkindum úr MH370

Áströlsk samgönguyfirvöld gáfu út þessa mynd í dag sem sýnir …
Áströlsk samgönguyfirvöld gáfu út þessa mynd í dag sem sýnir brak sem fannst við strendur Suður Afríku og er talið vera úr vélinni. AFP

Tveir hlutar úr flugvélabraki sem fundust á ströndum Máritíusar og Suður-Afríku eru að öllum líkindum úr farþegaþotu Malaysia Airlines, MH370. Malasískir og ástralskir embættismenn greindu frá þessu ídag.

Vélin hvarf sporlaust í mars 2014 en hún átti að vera á leið frá Kuala Lumpur til Peking. 239 manns voru um borð þegar að hún hvarf. Talið er að hún hafi brotlent í Indlandshafi en þrjú skip hafa leitað þotunnar á 120.000 ferkílómetra svæði án árangurs.

Alls hafa fimm hlutar fundist sem taldir eru úr MH370. Hluti úr væng fannst í júlí 2015 og fékkst það staðfest í september að hann væri úr þotunni. Hluti úr stéli vélarinnar fannst síðan í Mósambík í desember ásamt öðrum hluta í febrúar. Hluti úr vélinni fannst í mars í Suður-Afríku og hluti úr hurð fannst í Máritíus í mars.

Hlutarnir fundust allir mörg þúsund kílómetrum frá fyrrnefndu leitarsvæði en innan þess svæðis sem talið er að straumar gætu borið brak úr vélinni.

Frétt BBC.

Þessi vélarbútur fannst í Mósambík i mars.
Þessi vélarbútur fannst í Mósambík i mars. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert