Fá birgðir í fyrsta skiptið í 4 ár

NY
NY AFP

Mannúðarsamtök flytja nú birgðir til sýrlenska bæjarins Daraya í fyrsta skiptið síðan 2012. Rauði krossinn greinir frá þessu en bærinn er undir stjórn uppreisnarmanna.

Setið hefur verið um hann af stjórnarhernum síðan í nóvember 2012 og eru þetta fyrstu neyðarbirgðirnar til þess að ná til bæjarbúa síðan. Um er að ræða fimm vörubíla sem eiga að flytja mjólk fyrir börn ásamt skólavörum og lyfjum.

Að sögn yfirmanns Rauða krossins í Sýrlandi, Marianne Gasser er sendingin í dag afrakstur langra og erfiðra viðræðna.

80.000 manns bjuggu í Daraya þegar að stríðið braust út en sú tala hefur minnkað um tæplega 90%. Íbúarnir sem eru eftir þjást af vöruskorti og vannæringu.

Talið er að rúmlega 486.000 manns búi í herkvíum í Sýrlandi.

Maður stendur við birgðir sem eiga að fara til almenna …
Maður stendur við birgðir sem eiga að fara til almenna borgara. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert