Forseta Brasilíu vikið úr embætti

Dilma Rousseff
Dilma Rousseff AFP

Forseti Brasílíu, Dilma Rousseff, verður kærð fyrir embættisbrot og hefur verið vikið úr embætti. Þetta var ákveðið í atkvæðagreiðslu á brasilíska öldungadeildarþinginu í dag. Varaforsetinn og andstæðingur Rousseff, Michel Temer, tekur við sem forseti og þar með lýkur 13 ára valdatíð vinstrimanna yfir þessari stærstu þjóð Suður-Ameríku.

Þingið ræddi brot Rousseff í tæpar 22 klukkustundir og kusu 55 þingmenn með því að forsetinn yrði ákærður gegn 22.

Nú taka við réttarhöld sem gætu tekið marga mánuði en Rousseff er sökuð um að hafa látið falsa rík­is­reikn­inga í því skyni að leyna vax­andi fjár­laga­halla í aðdrag­anda end­ur­kjörs henn­ar árið 2014. Hún neit­ar þess­um ásök­un­um. 

Talið er að Temer muni fljótlega mynda nýja ríkisstjórn og að helsta baráttumál hans sé að bregðast við efnahagsástandinu í landinu sem hefur ekki verið eins slæmt í tugi ára.

Gert er ráð fyrir því að Rousseff ávarpi þjóðina um klukkan 10 að staðartíma í dag eða klukkan 13 að íslenskum tíma. Fjöldi stuðningsmanna hennar voru staddir við forsetahöllina þegar að henni var ekið þaðan fyrr í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert