„Það er líkami í bátnum“

Dzhokhar Tsarnaev.
Dzhokhar Tsarnaev. AFP

„Og ég leit inn og ég sá blóð út um allt gólfið í bátnum og það er líkami í bátnum,“ sagði David Henneberry, íbúi í Watertown, í samtali við neyðarlínuna í Bandaríkjunum 19. apríl 2013.

Það var hann sem fann Dzhokhar Tsarnaev, annan bræðranna sem sprengdu tvær sprengjur við mark Boston-maraþonsins í apríl 2013, í felum í báti sínum. Lögregla hefur nú birt símtalið í heild sinni. Þrír létu lífið og fleiri en 270 slösuðust þegar sprengjurnar sprungu.

Starfsmaður neyðarlínunnar sagði Henneberry að vera þar sem hann væri áður en hann bætti við: „Hann liggur á gólfinu í bátnum,“ og átti þá við Tsarnaev. „Er hann á lífi,“ spyr starfsmaðurinn og Henneberry svarar og segist ekki vita það. Hann bætir við að hann hafi ekki séð manninn hreyfa sig.

Því næst er honum sagt að fara inn til sín, taka enga áhættu og fara ekki nálægt bátnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert