Önnur stúlka frá Chibok laus úr haldi

Börn í Chibok en þaðan var stúlkunum rænt
Börn í Chibok en þaðan var stúlkunum rænt AFP

Stúlka sem hryðjuverkamenn Boko Haram rændu fyrir tveimur árum í nígeríska bænum Chibok fannst í dag en önnur stúlka úr sama hópi fannst í fyrradag. Þeim var báðum rænt úr heimavistarskóla í apríl 2014.

Talsmaður Nígeríuhers, Usman Sani Kukasheka, greindi frá því í dag að stúlkan hefði fundist. Hann sagði að frekari upplýsingar um aðgerðir hersins myndu berast síðar.

Amina Ali Nkeki var bjargað á þriðjudaginn ásamt fjögurra mánaða gömlu barni sínu.

Hún hitti forseta Nígeríu, Muhammadu Buhari í dag. Sagðist hann himinlifandi að stúlkan væri komin aftur heim og gæti haldið áfram að mennta sig. Þó sagðist hann sorgmæddur yfir þeim „hryllingi“ sem stúlkurnar hafi þurft að ganga í gegnum. 

Stúlkurnar tilheyrðu báðar hópi 217 stúlkna sem voru enn ófundnar eftir að liðsmenn Boko Haram rændu þeim frá heimavistarskóla í Chibok.

Frétt BBC.

Hér má sjá Amina Ali með dóttur sinni sem er …
Hér má sjá Amina Ali með dóttur sinni sem er 4 mánaða gömul. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert