Mjótt á munum í Austurríki

Alexander Van der Bellen (t.v.) og Norbert Hofer (t.h.).
Alexander Van der Bellen (t.v.) og Norbert Hofer (t.h.). AFP

Mjög mjótt er á munum í forsetakosningunum í Austurríki en íbúar landsins kusu á milli fulltrúa Frelsisflokksins og Græningja. Báðir frambjóðendur mælast með 50 prósent atkvæða samkvæmt útgönguspám og verður sigurvegari kosninganna því líklega ekki kynntur fyrr en á morgun þegar lokið hefur verið við að telja utankjörfundaratkvæði. Utankjörfundaratkvæðin telja um 900 þúsund sem er um 14 prósent af gjaldgengum atkvæðum í kosningunum.

Frétt mbl.is: Kosið í Austurríki

Sigri Norbert Hofer, frambjóðandi Frelsisflokksins, í kosningunum verður hann fyrsti leiðtogi aðildarríkis Evrópusambandsins sem tilheyrir flokki sem liggur yst til hægri. Hofer hefur lýst því yfir að hann sé tilbúinn að nýta áður ónýttar valdheimildir forseta, m.a. sem heimila honum að reka ríkisstjórn landsins taki hún ekki harðar á flóttamannavandanum í landinu.

Flóttamannavandinn, vaxandi atvinnuleysi og slappar úrbætur í stjórnsýslu landsins hafa gert það að verkum að kjósendur hafa fjarlægst tvo rótgróna flokka sem hafa deilt og drottnað í stjórnmálum landsins frá árinu 1945. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert