Hofer játar sig sigraðan

Alexander Van der Bellen, fyrrverandi leiðtogi Græningja, vann nauman sigur á Norbert Hofer í forsetakosningunum í Austurríki. Norbert Hofer var forsetaefni Frelsisflokksins, sem er langt til hægri og hefur tekið einarða afstöðu gegn innflytjendum.

Áður en atkvæði, sem greidd voru utan kjörfundar, voru talin var útlit fyrir að Hofer yrði næsti forseti landsins, hann hafði þá fengið 51,9% talinna atkvæða gegn 48,1% Van der Bellen.

Eftir að utankjörfundaratkvæðin voru talin var staðan hins vegar 50,2% gegn 49,8%, Van der Bellen í hag. Hofer hefur játað sig sigraðan.

Samkvæmt Guardian hrundu margar austurrískar vefsíður vegna álags, er íbúar landsins fylgdust með talningu atkvæða. Úrslitin þykja til marks um djúpstæðan ágreining um þá átt sem þjóðin vill halda í.

Alexander Van der Bellen, til vinstri, vann sigur á Norbert …
Alexander Van der Bellen, til vinstri, vann sigur á Norbert Hofer, til hægri. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert