Lögreglumaðurinn sýknaður

Edward Nero kemur fyrir dóm í dag.
Edward Nero kemur fyrir dóm í dag. AFP

Bandarískur lögreglumaður frá borginni Baltimore var í dag sýknaður af öllum ákæruatriðum en hann var ákærður fyrir að hafa beitt þeldökkan karlmann, Freddie Gray, ofbeldi þegar hann var handtekinn sem leiddi til dauða Grays. Málið vakti mikla reiði og leiddi til mótmæla og uppþota. Vakti það upp frekari umræðu um ofbeldi bandarískra lögreglumanna.

Fram kemur í frétt AFP að sex lögreglumenn hafi verið ákærðir í málinu, þrír hvítir og þrír þeldökkir, en handtakan átti sér stað 12. apríl 2015. Lögreglumennirnir hafa haldið því fram að um slys hafi verið að ræða en Gray hryggbrotnaði meðal annars í átökunum. Nero er annar lögreglumaðurinn sem kemur fyrir dóm. Í fyrra málinu komst kviðdómur ekki að niðurstöðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert