Öfgahægrimaður með forskot

Nobert Hofer er með forskot í austurrísku forsetakosningunum.
Nobert Hofer er með forskot í austurrísku forsetakosningunum. AFP

Útlit er fyrir að Norbert Hofer verði fyrsti forseti Evrópuríkis sem aðhyllist öfgahægristefnu og andúð á innflytjendum. Bráðabrigðaniðurstöður annarrar umferðar forsetakosninganna í Austurríki benda til þess að hann hafi naumt forskot á mótframbjóðanda sinn. Úrslitin munu ráðast á póstatkvæðum.

Búist er við því að endanlegar niðurstöður liggi fyrir síðdegis í dag en enn á eftir að telja um 700.000 atkvæði. Hofer var með rúmlega 144 þúsund atkvæða forskot á Alexander van der Bellen, frambjóðanda græningja.

Hofer, sem er fulltrúi Frelsisflokksins, hefur gert út á ótta sumra Austurríkismanna af fjölda hælisleitenda. Dæmigerðir stuðningsmenn hans eru karlmenn úr verkamannastétt sem hafa ekki lokið framhaldsskólaprófi. 

Van der Bellen vann töluvert á eftir því sem kjördagur nálgaðist. Í fyrri umferð forsetakosninganna var hann 14% á eftir Hofer en munurinn samkvæmt bráðabrigðatölum seinni umferðinnar nam 3,8%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert