Evrópukvóti og skilvirk netverslun

Netflix.
Netflix. AFP

Línurnar eru farnar að skýrast betur varðandi „Evrópukvóta“ efnisveitnanna Netflix og Amazon en líkt og mbl greindi frá sl. sunnudag vildi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að 20% af efni veitnanna yrði evrópskt.

Frétt mbl.is: Vilja setja kvóta á evrópskt efni

Í frétt AFP er greint frá því að samhliða tillögum framkvæmdastjórnarinnar hyggist Evrópusambandið auka skilvirkni netverslunar. Áætlunin er síðasti liðurinn í því sem Evrópusambandið kallar „stafrænan heildarmarkað“ sem felur m.a. í sér að komið sé í veg fyrir verðaðgreiningu með því að mismuna neytendum í netverslunum eftir því frá hvaða landi þeir sækja viðkomandi vefverslun.

Frétt mbl.is: 365 íhugar að flytja útgáfu til Bretlands

„Vefverslun í Evrópusambandinu er ekki eins skilvirk og hún getur verið,“ sagði Elzbieta Bienkowska, iðnaðarstjóri Evrópuráðsins, á blaðamannafundi í Brussel. 

Elzbieta Bienkowska, iðnaðarstjóri Evrópuráðsins.
Elzbieta Bienkowska, iðnaðarstjóri Evrópuráðsins. Ljósmynd/Wikipedia

Evrópuráðið lagði þannig til að netfyrirtæki losi um hömlur á netverslun. Er þar um að ræða breytingar á svokölluðu „geoblocking“-kerfi sem gerir það að verkum að neytendum er beint á síður í heimalandi viðkomandi, t.a.m. þegar þeir sækja vefsíður bílaleiga eða ferðaþjónustufyrirtækja.

Með nýju reglunum verður vefverslunum óheimilt að beina neytendum á tilteknar síður með þeim hætti sem lýst var hér að ofan. „Mismunun á milli neytenda Evrópusambandsins á grundvelli takmarkana á tilteknum mörkuðum eftir landamærum ríkja eiga sér ekki stoð í einum markaði,“ segir Bienkowska.

Áþekkar reglum sem hafa tíðkast um innlendar sjónvarpsstöðvar

Nái tillögur framkvæmdastjórnarinnar um „Evrópukvóta“ fram að ganga verða þær áþekkar þeim reglum sem hafa tíðkast um innlendar sjónvarpsstöðvar. Frakkar hafa verið í forystu ríkja sem vilja herða reglurnar til þess að vernda innlendan kvikmynda- og sjónvarpsþáttaiðnað.

Guenther Oettinger, sem fer fyrir stafrænu efni hjá Evrópuráðinu, segir að með reglunum sé verið að tryggja fjölræði fjölmiðla, sjálfstæði fjölmiðlanefnda auk þess sem tryggður sé sanngjarn samkeppnisvettvangur byggður á ábyrgri hegðun, trausti og sanngirni.

Áætlanir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins þurfa nú að hljóta samþykki aðildarríkjanna og fyrir Evrópuþinginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert