Leyfa einkarekstur á Kúbu

Raul Castro, forseti Kúbu.
Raul Castro, forseti Kúbu. AFP

Stjórnvöld á Kúbu hafa tilkynnt að lítil og meðalstór fyrirtæki megi nú stunda einkarekstur í landinu. Um er að ræða einn lið í áætlun Rauls Castro, forseta landsins, um að innleiða umbætur í efnahagsmálum.

Raul Castro hefur að undanförnu reynt að blása lífi í staðnað hagkerfi landsins, en mætt mikilli andstöðu harðlínumanna innan Kommúnistaflokksins.

Í fyrra voru fyrstu skrefin tekin í auknum samskiptum á milli Kúbu og Bandaríkjanna og þá hyggjast stjórnvöld á Kúbu jafnframt leyfa erlendar fjárfestingar.

Einyrkjum hefur hingað til aðeins verið leyft að stunda einkarekstur í landinu, en ekki fyrirtækjum.

Greinendur segja að með þessu útspili sé ríkisstjórn landsins í raun að viðurkenna að einkafyrirtæki muni gegna veigamiklu hlutverki í framtíðinni, þó svo að mestöll framleiðslan verði líklegast áfram í höndum ríkisins, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert