Fylla flugvélarnar af eldsneyti

Air France hefur fyllt á vélar sínar utan Frakklands í …
Air France hefur fyllt á vélar sínar utan Frakklands í dag eftir tilmæli frá frönsku flugmálastjórninni þess efnis í dag. AFP

Franska flugmálastjórnin beinir því til flugfélaga að taka nógu mikið flugvélaeldsneyti utan Frakklands til þess að drífa örugglega til Frakklands og aftur til baka. Þetta sagði talsmaður Air France í samtali við AFP-fréttaveituna fyrr í dag. Tilmælin eru komin til vegna mótmæla í landinu við fjölda birgðastöðva.

Flugvélar sem fljúga frá Charles de Gaulle-flugvellinum í París, til dæmis, ættu þannig að dæla nógu miklu flugvélaeldsneyti fyrir flugið út og aftur heim, sagði talsmaðurinn og bætti við að Air France hafi gert það í dag eftir að tilmælin bárust frá flugmálastjórninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert